Loðna streymir til Fáskrúðsfjarðar

Nú hafa þrjú skip landað loðnu á Fáskrúðsfirði það sem af er vikunni, samtals 1.040 tonnum. Unnið er á vöktum allann sólarhringinn hjá Loðnuvinnslunni meðan á vertíðinni stendur.

Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að í fyrrakvöld hafi loðnuskipið Ingrid Majala komið inn með rúm 150 tonn af loðnu til frystingar og næstu nótt kom svo Sæbjörn með 430 tonn af loðnu til frystingar.

„Loðnan er fersk og falleg enda veiðin aðeins 20 til 40 mílur austur af Fáskrúðsfirði,“ segir á vefsíðunni.

Það var norska uppsjsávarskipið Kings Bay frá Fosnavåg sem kom með fyrstu loðnuna til Fáskrúðsfjarðar á mánudagsmorgun, eða 460 tonn sem fór í frystingu.

Á vefsíðunni segir að það hafi verið létt yfir mannskapnum hjá Loðnuvinnslunni þegar byrjað var að landa fyrstu loðnunni eftir tveggja ára kvótalaus ár.

Mynd: Landað úr Kings Bay./lvf.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.