Lísbet Eva Halldórsdóttir íþróttamaður ársins hjá Hetti

Lísbet Eva Halldórsdóttir var valin Íþróttamaður Hattar 2020 en Lísbet hefur náð góðum árangri í fimleikum síðustu árin en lið Hattar vann Bikarmót FSÍ 2020 og hefur Lísbet einnig verið á úrtaksæfingum fyrir úrvalshóp Fimleikasambandsins. 

Í tilkynningu segir að Íþróttamenn Hattar 2020 voru heiðraðir með öðruvísi hætti í ár en aðeins var skotið upp glæsilegri flugeldasýningu kl 18:00 í gær frá Vilhjálmsvelli.
 
Þau sem hlutu nafnbótina eru eftirfarandi:

Fimleikamaður Hattar : Lísbet Eva Halldórsdóttir
Frjálsíþróttamaður Hattar : Björg Gunnlaugsdóttir
Knattspyrnumaður Hattar : Rósey Björgvinsdóttir
Körfuboltamaður Hattar : Eysteinn Bjarni Ævarsson
Taekwondomaður Hattar : Auðun Lárusson Snædal
 
"Allt eru þetta glæsilegir fulltrúar Hattar á sínum sviðum og hafa náð frábærum árangri á annars skrítnu íþróttaári 2020," segir í tilkynningunni.
 
Starfsmerki Hattar fengu þau Jóney Jónsdóttir og Hreinn Halldórsson en bæði hafa þau verið virk í starfi Hattar til margra ára og allir vita að þar fer fólk með mikið Hattar hjarta og alltaf til í að leggja sitt að mörkum. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.