Leikarar í karakter yfir jól og áramótin

Leikfélag Fljótsdalshéraðs er aftur komið af stað með gamanleikinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Í tilkynningu frá félaginu segir að líklega hafi leikararnir í verkinu verið í karakter yfir jól og áramót.

„Á haustdögum kom okkar góði leikstjóri Guðjón Sigvaldason og sett af stað æfingar. En laust fyrir frumsýningu í lok október voru sóttvarnaraðgerðir hertar vegna Covid 19. Leikfélagið hlýddi að sjálfsögðu kallinu og sendi alla heim með handritið svo textinn myndi nú ekki gleymast. Leikarar voru duglegir að vera í sambandi og líklega voru þeir í karakter um öll jólin og áramótin,“ segir í tilkynningunni.

„Nú í janúar kom Guðjón Sigvaldason, leikstjóri til okkar aftur og tók upp þráðinn að nýju. Nú kossum við fingur og vonum að þetta takist í þetta sinn, því það á að frumsýna á næsta laugardag, þann 23.janúar. Stefnan er tekin á að sýna stíft í stuttan tíma þannig að það borgar sig ekki að bíða með að panta sér miða á sýninguna.“

Eins og fram hefur komið munu sýningar verða á Iðavöllum og það er takmarkaðu sætafjöldi á hverri sýningu þannig að miðar verða ekki seldir við hurð aðeins á tölvupósti leikfélagsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Grímuskylda er í sal og gestum er raðað í merkt sæti.

Mynd: Leikfélag Fljótsdalshéraðs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar