Íbúar hvattir til að íhuga hvort naglarnir séu enn nauðsynlegir

Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa í fjórðungnum til að íhuga vandlega hvort ekki sé kominn tími á að skipta yfir á sumardekkin.

Samkvæmt lögum eru nagladekkin aðeins heimil fram til 14. apríl ár hvert, nema aðstæður gefi tilefni til annars. Flestar leiðir á svæðinu hafa verið greiðfærar þennan mánuðinn.

Í tilkynningu frá lögreglunni eru þeir bíleigendur sem ekki hyggja á ferðalög milli landshluta eða yfir heiðar hvattir til að skipta af nagladekkjunum. Þannig verði komið í veg fyrir ónauðsynleg slit á vegum og loftgæði betur tryggð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.