Hoffell á leið í land með 1.650 tonn af kolmunna

Hoffell er á landleið með 1.650 tonn af kolmunna af miðunum vestur af Írlandi. Um 700 mílna sigling er af miðunum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að túrinn gekk vel, veður var gott og aflinn fékkst á rúmum 3 sólarhringum.

"Hoffell var eina íslenska skipið sem fór á kolmunnamiðin eftir loðnuvertíðina. Oft tekur alveg fyrir veiði á þessu svæði þegar komið er fram undir 20. mars, og er því frábært að allt gekk svona vel. Með þessum túr hefur Hoffell landað tæpum 6.500 tonnum af kolmunna og er með mestan kolmunnaafla það sem af er," segir á vefsíðunni.

Skipið verður inni eftir miðnætti í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.