Gullver NS landar við Strandarbakka á Seyðisfirði

Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Gullver landar við Strandarbakka en þetta mun í fyrsta sinn sem fiski er landað þar.

Fjallað er um málið á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að afli skipsins sé 65 tonn og er uppistaðan þorskur og ýsa.

„Vegna hamfaranna í desember er ekki landað úr skipinu við frystihúsið heldur við Strandarbakka. Er þetta í fyrsta sinn sem fiski er landað þar en ferjan Norræna er afgreidd við Strandarbakka,“ segir á vefsíðunni.

Að sögn Ómars Bogasonar er gert ráð fyrir að vinnsla í frystihúsinu geti hafist í fyrri hluta næstu viku en unnið er að hreinsunarstarfi á Seyðisfirði af eins miklum krafti og unnt er.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.