Fyrsti kolmunnafarmurinn á leið til Neskaupstaðar

Bjarni Ólafsson AK er á leiðinni til Neskaupstaðar með fyrsta kolmunnafarminn eftir að veiðar hófust nýverið á gráa svæðinu suður af Færeyjum.


Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Á síðunni er rætt við Runólf Runólfsson skipstjóra sem upplýsir að skipið verði komið til hafnar um klukkan 11 í kvöld. Hann lætur vel af veiðinni.

„Það er í reynd búin að vera fínasta veiði og skipin voru að hífa gott í morgun. Það mun hins vegar vera einhver kaldaskítur á miðunum núna. Við erum með 1700 tonn sem fengust í þremur holum. Í hvert sinn var dregið í 14-19 tíma. Það er býsna þröngt á miðunum þarna og veiðin fer fram á takmörkuðu svæði. Þarna er íslenski flotinn og færeysk skip og auk þess einir 20 Rússar,“ segir Runólfur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.