Fullkomið brúðkaup aftur á dagskrá

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að halda níu sýningar á leikritinu Fullkomið brúðkaup. Frumsýning verður þann 23. janúar á Iðavöllum.

„Hæ, nú verður tekinn upp þráðurinn frá því í haust, en þá tókst ekki að frumsýna Fullkomna brúðkaupið. Leikhópurinn hefur beðið með orðin á vörunum síðan þá og nú er komið að því,“ segir Guðjón Sigvaldason leikstjóri í færslu á Facebook síðu sinni. „Hlökkum til að sjá fólk í leikhúsinu okkar.“

Eins og kunnugt er var ákveðið að hætta við sýningar á leikritinu í lok október í fyrra þar sem grunur um COVID smit kom upp í leikhópnum. Ekki var þó um smit að ræða.

Sýningar á leikritinu verða á hverju kvöldi kl. 20.00 fram til 31. janúar þegar lokasýningin verður.

Gímuskylda og takmarkaður sætafjöldi er í sal.

Öll miðasala fer fram á tölvupósti þ.e. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Ekki verður hægt að kaupa miða á staðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar