Forstjóraskipti hjá Smyril Line

Rúni Vang Poulsen hefur látið af störfum sem forstjóri Smyril-Line. Fyrirtækið rekur Norrænu sem siglir vikulega milli Seyðisfjarðar, Færeyja og Danmerkur auk flutningaskipa sem sum koma reglulega við á Austfjörðum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birst hefur í færeyskum fjölmiðlum er greint frá því að gengið hafi verið frá starfslokum Rúni Vang eftir ágreining milli hans og stjórnarinnar.

Ekki er farið nánar út í ágreiningsefnin en Rúni þakkað fyrir gott starf síðustu 12 ár þar sem félagið hefur vaxið og dafnað.

Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformaður, hefur tekið við forstjórastarfinu tímabundið og Hendrik Egholm stöðu stjórnarformanns fram að aðalfundi.

Báðir ættu að þekkja vel til Íslands í gegnum störf sín fyrir Skeljung. Egholm var framkvæmdastjóri félagsins á árunum 2017-19 en forstjóri dótturfélagsins Magn bæði fyrir og eftir þar til hann lét af því starfi fyrir ári. Rasmussen er stjórnarformaður Magn og var formaður stjórnar Skeljungs 2019-20.

Mynd: SigAð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.