Fólksfjölgun var yfir landsmeðaltali í Múlaþingi

Fólksfjölgun í Múlaþingi á síðasta ári var 2% sem er nokkuð yfir landsmeðaltalinu sem hljóðar upp á 1,3%. Hvað Austurland í heild varðar var fólksfjölgunin aðeins undir meðaltalinu eða 1%.


Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að Íslendingar séu nú tæplega 369 þúsund talsins og fjölgaði þeim um tæplega 4.700 manns á síðasta ári.

Fram kemur að árið 2020 fækkaði íbúum í 27 af 69 sveitarfélögum landsins þar á meðal Fjarðabyggð þar sem íbúum fækkaði um 0.1%. Fækkunin var hlutfallslega mest í Reykhólahreppi eða 9,9%.

Af ellefu stærstu sveitarfélögunum með 5.000 íbúa eða fleiri fjölgaði hlutfallslega mest í Garðabæ (4,5%), Mosfellsbæ (4,2%) og Sveitarfélaginu Árborg (3,9%). Fjölgun var einnig yfir landsmeðaltali í Akraneskaupsstað (2,2%), Múlaþingi (2,0%) og Reykjavíkurborg (1,6%).

Fram kemur á vefsíðunni að hinn 1. desember 2020 breyttust mörk landshlutanna Austurlands og Suðurlands í landsvæðaskiptingu Hagstofu Íslands þannig að framvegis mun Sveitarfélagið Hornafjörður tilheyra Suðurlandi en ekki Austurlandi eins og áður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.