Fleiri hús dæmd ónýt

Sveitarstjórn Múlaþings hefur bannað uppbyggingu að svo stöddu á þremur lóðum til viðbótar á skriðusvæðinu á Seyðisfirði. Þá hefur verið fallið frá kröfu á endurbyggingu húss í Botnahlíð.

Þetta var staðfest á síðasta fundi sveitarstjórnar. Með því að heimila ekki uppbyggingu fyrr en fullnægjandi ráðstafanir hafa verið gerðar í ofanflóðum geta eigendur húsanna fengið bætur í gegnum Náttúruhamfaratryggingu Íslands eins og húsinu séu ónýt.

Lóðirnar sem bættust við nú eru Hafnargata 38, sem var aðalbygging Tækniminjasafnsins en uppbygging hafði þegar verið bönnuð á hluta hennar, Hafnargata 35-37 eða Angró og 25 eða Þórshamar.

Þá hefur sveitarstjórnin einnig samþykkt, að höfðu samráði við eigendur, að falla frá kröfu um enduruppbyggingu Botnahlíðar 17. Skilyrði þess er að eigandi hússins ráðist í lágmarks frágang til að tryggja öryggi hússins og loki fyrir utanaðkomandi umferð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.