Fjarðabyggð tekur upp rafrænar undirskriftir

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að fundargerðir allra nefnda og bæjarstjórnar sveitarfélagsins yrðu undirritaðar með rafrænum hætti. 

Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar kemur fram að síðustu mánuði hefur verið unnið að því að efla rafræna stjórnsýslu sveitarfélagsins.

„Samhliða þessu geta íbúar nú undirritað skjöl og umsóknir sveitarfélagsins með rafrænum skilríkjum í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Stuðst er við lausnir frá fyrirtækinu One Systems og með uppfærslu kerfisins voru rafrænar undirritanir innleiddar auk annarra nýjunga í skjalakerfi sveitarfélagsins.“ segir á vefsíðunni. 

„Eftir að bæjarstjórn hafði staðfest nýja framkvæmd undirritana og lokið fundi í gær undirrituðu bæjarfulltrúar fyrstu fundargerð sveitarfélagsins með rafrænum skilríkjum sem gekk greiðlega fyrir sig.“

Mynd: fjarðabyggð.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.