Fengu köku eftir 10.000 tonnin

Áhöfnin á uppsjávarskipinu Hoffelli fengu köku þegar skipið kom í höfn á Fáskrúðsfirði fyrir helgina. Tilefnið var að Hoffell hefur veitt 10.000 tonn af kolmunna á árinu.


Fjallað er um málið á Facebook síðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að Hoffell hafi landað 1.600 tonnum s.l. föstudag og þar með náð 10.000 tonna markinu. Hoffell hefur fengið þennan afla á miðunum við Færeyjar.

Strax að lokinni löndun, og eftir að hafa gætt sér á kökunni, var haldið aftur á miðin. Fram kemur að töluverðan tíma tekur að koma með aflann að landi enda er 350 mílna sigling á miðin.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.