Engar ákvarðanir á fundi Ofanflóðasjóðs

Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Ofanflóðasjóðs segir að á fundi sjóðsins í dag hafi aðallega verið farið yfir stöðuna á Seyðisfirði en engar ákvarðanir verið teknar um framhaldið.

„Við vorum að fara yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir hvað Seyðisfjörð varðar,“ segir Hafsteinn. „Hinsvegar voru engar ákvarðanir teknar af hálfu stjórnar sjóðsins að svo stöddu um framhaldið.“

Eins og áður hefur komið fram í fréttum mun Náttúruhamfarasjóður borga það tjón sem þegar hefur orðið á Seyðisfirði. Hinsvegar er það í höndum Ofanflóðasjóðs að sjá um greiðslur ef svo fer að þau hús sem eftir standa við Fossgötu og Hafnargötu verði rifin af öryggisástæðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.