Enduruppbygging ekki heimiluð þar sem hús eyðilögðust

Bæjarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum í dag að heimila ekki enduruppbygginu á lóðum þeirra húsa sem eyðilögðust í skriðuföllunum 18. desember. Með þessari ráðstöfun eiga eigendur þeirra að fá fullar bætur.

Tillagan sem lá fyrir sveitarstjórn, um að heimila ekki endurbygginu á tíu lóðum á Seyðisfirði var unnin í samráði við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Fundurinn var aukafundur, sérstaklega haldinn vegna skriðufallanna.

Samkvæmt tillögunni er óheimilt að byggja á lóðunum fyrr en nýtt hættumat liggur fyrir og gripið hefur verið til fullnægjandi ráðstafana gegn ofanflóðum. „Það er minn skilningur að með þessu, að sveitarfélagið heimili ekki enduruppbyggingu, eigi viðkomandi rétt á fullum og óskertum bótum,“ sagði Björn Ingimarsson, bæjarstjóri.

Með þessu bætir Náttúruhamfaratrygging Íslands húseigendum tjónið samkvæmt brunabótamati.

Lóðirnar sem um ræðir eru:
Austurvegur 38a (Breiðablik)
Hafnargata 6 (Framhús)
Hafnargata 24 (Berlín)
Hafnargata 26 (Dagsbrún)
Hafnargata 32 (Sandfell)
Hafnargata 28 (Silfurhöllin)
Hafnargata 34 (Turininn)
Hafnargata 29 (Skipasmíðastöð)
Hafnargata 31 (Gamla skipasmíðastöðin)
Hafnargata 38 (Tækniminjasafnið)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.