Endurskoða rýmingu á Seyðisfirði í fyrramálið

Endurskoða á rýmingu á Seyðisfirði í fyrramálið að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar með komast Seyðfirðingar ekki heim í bili.

Vinna er enn í gangi á Seyðisfirði við stöðumat innviða, á rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleira. Þá er á vegum Veðurstofu verið að meta hættu á frekari skriðuföllum.
 
Aðgerðastjórn er á Egilsstöðum í björgunarsveitarhúsinu að Miðási 1. Hægt er að leita frekari upplýsinga þar ef óskað er. Næsta tilkynning verður send um klukkan 18 í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.