Baðhús Óbyggðasetursins brann - Myndir

Slökkviliðið á Egilsstöðum var kallað úr skömmu fyrir klukkan þrjú í dag að bænum Egilsstöðum í Fljótsdal. Þar var eldur laus í baðhúsi Óbyggðaseturs Íslands og skíðlogaði í húsinu er slökkviðið kom að.

„Við erum búnir að ná tökum á þessum bruni og erum núna að slökkva í glæðum og ganga frá,“ segir Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi, en hann var staddur á vettvangi þegar Austurfrétt náði tali af honum.

„Þetta var töluverður eldur þegar við komum en við náðum fljótt tökum á honum þannig að ekki var hætta á að eldurinn breiddist út,“ segir Haraldur Geir.

Aðspurður um hvort tjónið sé mikið segir Haraldur erfitt að meta það. Það sé hinsvegar ljóst að töluvert þarf að gera ef koma á baðhúsinu í fyrra horf.

Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Húsið var mannlaust er eldurinn kom upp.

Badhus Bruni April21 0001 Web
Badhus Bruni April21 0002 Web
Badhus Bruni April21 0007 Web
Badhus Bruni April21 0016 Web
Badhus Bruni April21 0018 Web
Badhus Bruni April21 0022 Web
Badhus Bruni April21 0026 Web
Badhus Bruni April21 0028 Web
Badhus Bruni April21 0030 Web
Badhus Bruni April21 0032 Web
Badhus Bruni April21 0034 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.