Byrja að sá grasfræjum í aurskriðusárin á Seyðisfirði

Í næstu viku verður byrjað að sá grasfræjum í aurskriðusárin á Seyðisfirði. Gert er ráð fyrir að verkið taki um tvær til þrjár vikur.

 

"Við erum búin að kaupa um 500 kíló af fræi og stefnum á að sá í 10 ha , fyrsta kastið, Mögulega verður einhver aukning á þessu," segir Jón Egill Sveinsson verkefnisstjóri með hreinsunarstarfi Seyðisfirði.


"Sáning verður á hendi heimamanna á Seyðisfirði og geri ég ráð fyrir að 4-6 verði við þetta í tvær til þrjár vikur. Tími sem fer í þetta getur verið nokkuð breytilegur m.a. vegna veðurs. Sami starfskraftur mun svo hafa umsjón með að endursá í svæði gerist þess þörf síðar í sumar."

Þá segir Jón að fræi og áburði verður keyrt upp í hlíðar eins og hægt er með sexhjóli en sáð verður með höndum, þar sem víðast er illmögulegt að koma tækjum að.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.