Byggja tvíbreiða brú yfir Gilsá á Völlum í ár

Vegagerðin hefur kynnt fyrirhugaðar framkvæmdir í ár við nýja tvíbreiða 46 m langa brú á Skriðdals- og Breiðdalsvegi (95) yfir Gilsá á Völlum í Múlaþingi.


Fjallað er um málið á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að í tengslum við byggingu nýrrar brúar þarf að endurbyggja Skriðdals- og Breiðdalsveg á 1,2 km löngum kafla.

"Vegagerðin áætlar að vegur og brú verði byggð árið 2021 og hægt verði að taka mannvirkið í notkun haustið 2021," segir á vefsíðunni.

"Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi. Með nýjum vegi og nýrri tvíbreiðri brú á Gilsá mun umferðaröryggi aukast til mikilla muna og umferð um svæðið verða greiðari en hún er nú."

Mynd: Vegagerðin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.