Austfirsk skip í öllum topp fimm sætunum

Austfirsk skip eru í öllum topp fimm sætunum yfir aflahæstu uppsjávarskipin á fyrstu tveimur mánuðum ársins.


Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að Hoffell SU tróni á toppi listans með heildarafla upp á 5.293 tonn. Aflinn er að langmestu leyti kolmunni en einnig 470 tonn af síld.

Í öðru sætinu er Beitir NK með heildarafla upp á 5.049 tonn á fyrstu tveimur mánuðum ársins, þar af 2.035 tonn af loðnu og 3.024 tonn af kolmunna. Í þriðja sæti er Polar Amaroq með 3.418 tonn allt loðna. Í fjórða sæti er Börkur NK með 3.337 tonn og Jón Kjartansson SU er í fimmta sæti með 3.273 tonn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.