Áfram snjóflóðahætta á Austurlandi

Snjóflóð halda áfram að falla í austfirskum fjöllum en ein sautján flóð hafa verið skráð í fjórðungum síðustu tíu dagana. Skíðamaður setti eitt slíkt af stað í Oddsskarði um helgina en engin slys urðu þó á fólki.

Öll sautján skráð snjóflóð á Austurlandi síðustu dægrin hafa verið svokölluð vot flekahlaup og sú mikla og skyndilega hlýnun um helgina og daglega síðan þá hefur hér töluverð áhrif að sögn Huldu Rósar Helgadóttur hjá Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands.

„Mest flóðahættan er yfirleitt með mikilli hlýnun á skömmum tíma eftir kuldatíð. Það skýrir til dæmis fjölda flóða um helgina enda er enn er töluverður snjór í fjöllum þar. Fjallafólk verður því áfram að sýna mikla aðgát en flóðahættan er almennt talin nokkur næstu dagana. Hættan fer þó minnkandi því lengur sem hiti varir því þá þyngjast snjóalögin og frjósa jafnvel saman ef kólnar að næturlagi. Það getur þó enn verið nokkur skipting í snjóalögum og því erum við áfram með hættustig á gulum fyrir fjalllendi fyrir austan.“

Stærstu flóð síðustu dagana hafa fallið í Barðsnesi, Hellis- og Víðfirði en þau verið af stærðinni 3 hvers massi er kringum þúsund tonn eða svo. Flóðið sem skíðamaður setti af stað á skíðasvæði Oddskarðs á sunnudaginn var af stærðinni 2 eða um 100 tonn að massa. Sá var að skíða utanbrautar þegar flóðið fór af stað.

Aðsókn hefur verið góð á skíðasvæðið í Oddskarði í vetur en þar sem annars staðar í fjalllendi verið hætta á snjóflóðum síðustu vikur og verður áfram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.