Afmælishátíð á Eiðum

Mikil hátíðahöld verða á Eiðum á sunnudaginn þegar 130 ára afmæli Eiðakirkju verður fagnað og nýtt orgel tekið í notkun.

Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við kirkju og kirkjugarð og hefur ásjóna staðarins tekið stakkaskiptum og verður þeim áfanga einnig fagnað á afmælishátíðinni.

Hátíðarmessa hefst í Eiðakirkju klukkan 14:00 þar sem biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar og blessar nýtt orgel kirkjunnar.

Sr. Davíð Baldursson prófastur á Austurlandi þjónar fyrir altari ásamt núverandi og fyrrverandi prestum Eiðasóknar. Kór Eiðakirkju syngur og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson.

Að messu lokinni er boðið í hátíðarkaffi í Barnaskólanum á Eiðum í umsjón Kvenfélags Eiðaþinghár. Þar munu sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir fv. sóknarprestur og Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar greina frá sögu kirkju og staðar.

Allir eru velkomnir til afmælishátíðarinnar.

Sóknarnefnd og prestar Eiðasóknar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.