Aflétta rýmingu á húsunum undir Múla á Seyðisfirði

Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á þeim húsum undir Múla sem lentu á milli skriðutauma þegar stóra skriðan féll 18. desember síðastliðinn.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að forsendur sem settar voru fyrir afléttingu voru tvíþættar:

Í fyrsta lagi könnun á því hvort breyting á landslagi vegna stóru skriðunnar hafi breytt náttúrlegum vörnum gegn skriðuföllum og að minnka áhættu á frekari skriðuföllum með því varnargörðum. Könnun hefur leitt í ljós að enn er fyrir hendi náttúruleg vörn í landslagi og vinna við bráðavarnagarða er lokið.

Og í öðru lagi að húsin voru innlyksa á milli tveggja skriðutauma og þar þurfti að vinna að hreinsun til þess að tryggja aðkomu að húsunum og minnka áhættu vegna umferðar á svæðinu. Síðustu vikur hefur hreinsun gengið vel og nú er aðgengi að húsunum talin ásættanleg. Enn er þó hreinsunarvinna í gangi og eru allir hvattir til þess að sýna aðgát þegar farið er um svæðið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.