65.000 rúmmetrar af efni komu niður

Áætlað er að 65.000 rúmmetrar af efni hafi runnið úr hlíðinni utan við Búðará í stóru skriðunni sem féll á Seyðisfjörð þann 18. desember síðastliðinn.

Þetta kom fram hjá Tómasi Jóhannessyni, fagstjóra ofanflóðadeildar Veðurstofu Íslands, á íbúafundi í dag. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa frá því skriðan féll safnað um hana gögnum og reiknað út umfanghennar.

Upptök skriðunnar eru í 170 metra hæð í Botnabrún. Skriðan er um 435 metra löng frá efsta brotsári og út í sjó.

Skriðan greinist í tvennt og er innri armur hennar, sem staðnæmdist við Hafnargötu, um 130 metrar á breidd, en sá ytri sem féll alla leið út í sjó, um 190 metrar.

Meginupptakasvæði skriðunnar er um 70 metrar á breidd og 60 metra langt í stefnu skriðunnar. Flekinn, sem fór af stað, var 15-17 metrar þar sem hann var þykkastur.

Út frá þessu má áætla að efnið sem fór af stað hafi verið um 65 þúsund rúmmetrar eða því sem samsvarar 5-6000 fulllestuðum vörubílum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.