Hækkuð mengunargildi víða á Austurlandi í dag

Mengun dupavogurSamkvæmt tilkynningu frá almannavörnum hafa háir mengunartoppar mælst nú um hádegið eða um 1400 - 1700 µg/m3 á Breiðdalsvík og nágrenni. Einnig má búast við mengun frá eldgosinu í Holuhrauni á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði og víðar á Austurlandi í dag.

Fólk á svæðinu er beðið um að fylgjast vel með mælum Umhverfisstofnunar á www.loftgaedi.is.

Verði fólk vart við mikla mengun er það beðið að halda sig innandyra og forðast óþarfa útiveru. Til að minnka enn áhrif mengunar innandyra er ráðlagt að loka gluggum og auka kyndingu þegar mikil mengun gengur yfir.

Með því að smella á HÉR er hægt að nálgast frekari upplýsingar um mengun og loftgæði.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.