Ármann Höskuldsson: Miklu meiri líkur en minni á stóru gosi í Bárðarbungu

eldgos 08092014 0139 unninEldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir jarðvísindamenn búast við jarðhræringarnar í Bárðarbungu leiði til stórs goss þar. Slíkt myndi valda hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum og rjúfa samgöngur milli Austur- og Norðurlands.

„Líkurnar eru miklu meiri en minni á stóru gosi í Bárðarbungu. Eina sem við höfum við séð sambærilegt eru lýsingar úr annálum í aðdraganda mjög stórra gosa. Þannig að það er líklegt að það gerist eitthvað stórt," sagði Ármann á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á Vopnafirði í dag.

Ármann var fenginn þangað til að ræða stöðuna við Bárðarbungu við austfirska sveitarstjórnarmenn en mengun frá gosinu í Holuhrauni hefur vakið áhyggjur hjá mörgum Austfirðingum.

Hann sagði bæði kosti og galla vera við stóra gosið. „Það tekur líklega skjótt af en kemur gríðarlegt magn af ösku.

Ef það verður þá er, eins og staðan er, nánast víst að það verður hamfaraflóð í Jökulsá á Fjöllum sem mun taka af allar brýr og alla rafstrengi og allt sem liggur yfir Jökulsánna."

Hann lýsti þeirri skoðun sinni að betra væri að gosið færi til norðurs heldur en suðurs. „Ef það fer suður úr eru allar virkjanirnar þar í „hættu"."

Askan yrði helsta vandamál Austfirðinga og hvatti hann viðbragðsaðila til að vera á tánum.

„Ef við fáum mikið sprengigos í vestanátt, þá leggst þetta yfir Austurland. Það er full ástæða til að fara yfir viðbragðsáætlanir og að almannavarnarnefndir fari yfir sín mál."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.