22,3% komin með bólusetningu

Rétt ríflega 22,3% Austfirðinga hafa nú fengið bólusetningu við Covid-19 veirunni.

Með bólusetningu vikunnar hafa 2463 Austfirðingar fengið bóluefni eða 22,34%. Fyrir viku var hlutfallið 20,98 og hefur því hækkað um 1,36 prósentustig.

Fjöldinn nú jafngildir því að allir íbúar Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, 2413 samkvæmt tölum Hagstofunnar eða tæplega íbúar Egilsstaða, 2552, hafi fengið bóluefni.

Af þessum hafa 966 eða 8,87% lokið bólusetningu en 1497 eða 13,47% hafa aðeins fengið fyrri sprautuna. Um 2-3 vikur tekur fyrir bóluefnið að lokinni bólusetningu að mynda vörn.

Bólusetningum verður framhaldið í næstu viku. Von er á talsverðu magni af bóluefni til landsins sem nýtt verður til að bólusetja aldurshópinn 60-70 ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar