Málefnaþurrð?

Ágætu framboði hér í Fjarðabyggð er tíðrætt um lýðræði og er ennþá fast í þeim tímapunkti þegar að prófkjörin hér í Fjarðabyggð áttu sér stað. Við Sjálfstæðismenn erum löngu komnir áfram í vinnu okkar og starfi og höfum ekki ætlað okkur að fara í meting um uppröðun á listana en nú í ljósi endalauss áróðurs um ólýðræðisleg vinnubrögð verð ég að bregðast við, stutt og skorinort.

 

Lesa meira

Nýr og endurbættur Egilsstaðaskóli

Framkvæmdir við endur- og nýbyggingu Egilsstaðaskóla ganga vel. Um er að ræða stækkun skólans um allt að 4.000 m2 og endurbætur eldra húsnæðis á um allt að 2.300 m2. Heildarstærð Egilsstaðaskóla eftir framkvæmdirnar verður um 7.000 m2. Skólinn mun verða tveggja hliðstæðu, heilstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1. – 10. bekk og mun skólinn geta tekið allt að 550 nemendur en nemendur eru nú um 340.

 

Lesa meira

Fljótsdalshérað til framtíðar

Árin sem ég bjó í Reykjavík leitaði hugur minn ávallt heim á Fljótsdalshérað. Ég segi heim, því þó að fjölskylda mín hefði flutt búferlum til Reykjavíkur, leit ég alltaf á það sem tímabundið ástand. Ég ætlaði mér alltaf að flytja aftur austur. Nú eru 20 ár síðan ég kom aftur og ég hef ekki hug á að flytja héðan aftur. Mér hefur alltaf þótt fegurst hér og best að vera.  

 

Lesa meira

Tilbúin í slaginn

Ólíkt mörgum sveitarfélögum í dag þá býr Fjarðabyggð yfir fjölbreyttri flóru sterkra fyrirtækja á sviði framleiðslu og þjónustu ýmis konar. Helsta hlutverk bæjarstjórnar gagnvart atvinnulífinu á hverjum tíma hlýtur að vera, að standa vörð um hagsmuni fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra. 

Ríkið rekur hér í sveitarfélaginu stóra vinnustaði sbr. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað og heilsugæslurnar í Fjarðabyggð, Verkmenntaskólann í Neskaupsstað, Sýslumannsembættið á Eskifirði og Vegagerðina á Reyðarfirði. Hjá þessum stofnunum starfa líklega um 300 manns. 

 

Lesa meira

Ábyrg fjármálastjórn í Fljótsdalshéraði

D-listinn í samstarfi við L-listann, hefur stýrt sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði á einu mesta uppbyggingar- og framfaraskeiði sveitarfélagsins frá upphafi. Þótt farið sé aftur til stofnunar Egilsstaðakauptúns árið 1945, finnst vart það tímabil sem jafnmiklar breytingar og jafnmikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað  og á síðustu 8 árum. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í sveitarfélaginu en fjölgað hefur um 700 manns í tveimur stærstu þéttbýliskjörnum þess. Hlutfallslega þýðir þetta að okkur hefur fjölgað um rúm 20% á þessum árum en til samanburðar má nefna að  Reykvíkingum hefur fjölgað um rétt rúm 5% á þessu sama tímabili. Þessi fjölgun hefur kallað á verulegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins, sem að stórum hluta hafa verið fjármagnaðar með lántöku, fjármögnun sem síðan hefur orðið okkur mun dýrari en lagt var upp með í kjölfar efnhagshrunsins 2008. Til þessara staðreynda verður að líta þegar fjárfestingarstefna sveitarfélagsins og núverandi skuldastaða er skoðuð og hún gagnrýnd.

 

Lesa meira

Opið bréf til Sillu frá Á-listanum

1. Ætlar framboðið að halda í núverandi bæjarstjóra?

Ráðningarsamningur bæjarstjóra er laus við lok kjörtímabils. Við lítum svo á að ákvörðun um ráðningu bæjarstjóra sé samkomulagsatriði á milli þeirra framboða sem fara í meirihlutasamstarf eftir kosningar.

 

Lesa meira

Konur í stjórnmálum

Konur eru menn - en oft frábrugðnar karlmönnum.  Þær eru þó sem betur fer afar mismunandi innbyrðis og erfitt að búa til einfaldan samnefnara sem á að lýsa konum og þeirra hugmyndafræði.

En þar sem konur eru um það bil helmingur mannkyns er bráðnauðsynlegt að fulltrúar þeirra séu allsstaðar.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.