07. nóvember 2025, 22. október 2025, 06. nóvember 2025, 06. nóvember 2025, 09. október 2025, 04. nóvember 2025, 10. október 2025, 28. október 2025, 30. október 2025, 13. október 2025, 30. október 2025, 29. október 2025, 10. nóvember 2025
„Mjög góðar fréttir fyrir Norðausturland“, „Viljum hvetja konur til að finna fyrir kraftinum í samstöðunni“, Boða aðgerðir í orkumálum á Norðausturlandi, Byrjað strax á nýrri línu sem tryggir hringtengingu Vopnafjarðar og Þórshafnar, Ein besta efnisnáma landsins á Vopnafjarðarheiði, Fresta fyrirhugaðri lokun Selárlaugar vegna viðhalds um óákveðinn tíma, Gamla sláturhúsið á Vopnafirði að umbreytast í Nýtingarmiðstöðina, Komu saman á Vopnafirði á kvennafrídaginn, Ósáttur við að rjúpnaveiðimenn skjóti af byssum sínum í sumarbústaðalandi, Sýknað af kröfu um bætur fyrir gáleysi er skipverji féll í sjóinn, Upplýsingagjöf til Vopnfirðinga batnar til muna með glænýrri vefsjá, Vopnafjörður verður Barnvænt sveitarfélag fyrir áramótin, Vopnfirðingar enn sigursælir í Stóru LEGO-keppni grunnskólanna
Oddviti hreppsnefndar Vopnafjarðar segir áform um uppbyggingu dreifikerfis milli Vopnafjarðar, Þórshafnar og Kópaskers, sem kynnt voru í gær, vera framfaraskref fyrir svæðið allt. Hann óskar nágrönnunum á Þórshöfn til hamingju.
,Nokkur austfirsk félög standa fyrir sameiginlegum viðburði í tilefni af kvennafrídeginum á Egilsstöðum á föstudag. Einn skipuleggjenda viðburðarins segir nauðsynlegt fyrir konur að standa saman til að vinna bug á misrétti.
,Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fulltrúar Landsnets og Rarik undirrita í dag viljayfirlýsingu um aðgerðir í orkumálum á Norðausturlandi. Yfirlýsingin kemur í kjölfar greiningar á stöðunni þar sem skort hefur öfluga tengingu og hringtengingu. Málið hefur helst strandað á því hver greiði fyrir framkvæmdina.
,Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári við lagningu raflínu milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Báðir staðir fá þar með rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Tengingin verður styrkt síðar með öflugri línu sem lögð verður frá Vopnafirði til Kópaskers um Þórshöfn.
Jarðfræðingur hjá Vegagerðinni segir það mýtu að efni á Íslandi sé ónýtt til vegagerðar. Ein besta náma landsins er staðsett á Vopnafjarðarheiði. Malarvegir eru enn meirihlutinn af vegakerfi landsins og liggja undir skemmdum vegna skorts á viðhaldi.
,Vopnafjarðarhreppur hefur, að höfðu samráði við verktakann, frestað lokun Selárlaugar um óákveðinn tíma.
,Þessa dagana er á Vopnafirði unnið að umbreytingum á fyrrum sláturhúsi Sláturhúss Vopnfirðinga í Nýtingarmiðstöð þar sem aðstaða verður fyrir þróun og vinnslu matvæla. Samstarf við Háskólann á Akureyri er líka á döfinni.
,Á fjórða tug kvenna komu saman á Vopnafirði í tilefni kvennafrídagsins síðasta föstudag. Gengin var kröfuganga og haldin dagskrá með barátturæðum.
,„Það dálítið óþægilegt þegar maður er sestur niður í notalegheitum í sveitinni að heyra skothvelli fyrir utan og finna svo nýdauða fugla skammt frá húsinu, sjá bíla keyra fram og aftur og menn stara í sjónaukum heim að húsinu.“
,Útgerð og tryggingafélag skips hafa verið sýknuð af skaðabótakröfu foreldra skipverja, sem drukknaði þegar hann féll útbyrðis skömmu áður en skipið kom til hafnar á Vopnafirði í maí 2020. Foreldrarnir töldu útgerðina hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi við þjálfun skipverjans en dómstólar töldu það ósannað.
,Hvar liggja fornminjar í hreppnum og hvaða götur eru fyrstar í röðinni með mokstur þegar allt er á kafi í snjó? Svör við þessum tveimur spurningum og fjölmörgum öðrum fást nú í glænýrri vefsjá Vopnafjarðarhrepps.
,Um rúmlega þriggja ára skeið hefur verið unnið að því innan Vopnafjarðarhrepps að uppfylla allar þær kröfur sem þarf til að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og fá þar með vottun sem Barnvænt sveitarfélag. Sú vottun gæti fengist strax í næsta mánuði.
,Þrátt fyrir að minna hafi farið fyrir að keppnislið af Austurlandi í Stóru LEGO-keppni grunnskóla landsins hafi unnið til verðlauna á nýafstaðinni keppninni en oft áður fékk keppnislið Vopnafjarðarskóla þó Jafningjaverðlaun mótsins að þessu sinni.