06. nóvember 2025, 21. október 2025, 08. október 2025
Frumsýna og kenna á nýtt Hammond-orgel í Neskaupstað, Jón Hilmar leggur af stað í tónleikaferð um Austfirði með nýjan gítar og bílinn á nagladekkjum, Nýta tónlist til að hjálpa fólki í starfsendurhæfingu
Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi (BRJÁN) hefur fest kaup á Hammond-orgeli og stendur fyrir tónleikum um helgina til að ljúka fjármögnun þess. Einn þekktasti hljómborðsleikari landsins, Þórir Baldursson, mun spila á hljóðfærið og halda námskeið á það.
,Tónlistarmaðurinn Jón Hilmar Kárason í Neskaupstað hefur á morgun tónleikaferð um Austfirði sem hann kallar „Tíu tónleika.“ Hann kemur við í flestum byggðarlögum Austurlands með kassagítarinn en fær líka til sín gesti.
,Korda Samfónía er hljómsveit sett saman af fólki víða af landinu sem farið hefur í gegnum starfsendurhæfingu. Fulltrúar Korda stóðu nýverið fyrir lagasmiðju í samvinnu við Starfsendurhæfingu Austurlands (StarfA) þar sem þátttakendur nýttu sér þær aðferðir sem þróaðar hafa verið í kringum Korda og um leið sýndu sig sem hljóðfæraleikara.