28. október 2025, 08. október 2025, 20. október 2025, 17. október 2025
Atvinnuvegaráðherra ekki á því að fella innviðagjald skemmtiferðaskipa niður, Austfirðingar telja sig útundan í ákvarðanatöku, Gamalt seglskip á siglingu við Austfirði, Hrun í komum skemmtiferðaskipa á Djúpavog og Borgarfjörð
Hanna Katrín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra, telur ekki rétt að fella með öllu niður áformað innviðagjald á skemmtiferðaskip. Hins vegar verði að tryggja aukinn fyrirsjáanleika og það hafi ríkisstjórnin reynt með afslætti á næsta ári.
,Rannsakendur á vegum Skálanesseturs í Seyðisfirði hafa undanfarin misseri rannsakað umfang og viðhorf til bláa hagkerfisins á Austfjörðum. Þeir segja íbúa hafa áhyggjur af fækkandi störfum í sjávarútvegi og að þeir séu ekki hafðir með í ráðum þegar stórar ákvarðanir eru teknar en tækifæri séu til að kynna ungt fólk fyrir greininni, meðal annars með samstarfi um nýsköpun.
,Hollenska seglskipið Rembrandt van Rijn vakti athygli Austfirðinga þegar það sigldi meðfram ströndinni á föstudag. Heimildum um sögu skipsins ber ekki saman.
,Það að útgerðir skemmtiferðaskipa stytti Íslandsferðir vegna aukinnar gjaldtöku kemur hart niður á minni höfnum. Útlit er fyrir að skipakomur detti nær alveg upp fyrir á Borgarfirði eystra á næstu tveimur árum og helmingist á Djúpavogi. Tekjutap Múlaþings er áætlað meira en milljarður króna.