08. október 2025, 28. október 2025, 20. október 2025, 17. október 2025, 20. október 2025, 06. nóvember 2025, 14. október 2025, 05. nóvember 2025, 14. október 2025
Austfirðingar telja sig útundan í ákvarðanatöku, Forteikningar að nýjum Seyðisfjarðarskóla kynntar íbúum, Gamalt seglskip á siglingu við Austfirði, Hrun í komum skemmtiferðaskipa á Djúpavog og Borgarfjörð, Mikilvægt að skilja stöðuna í sjónum í firðinum áður en fiskeldi hefst, Nú skal Herðubreið klifin en það á Seyðisfirði, Stærsta ketamínsmygl Íslandssögunnar, Umboðsmaður bendir á ráðherra vegna kvartana um tafir á Seyðisfirði, Þrýsta á um að tillögur að uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði raungerist
Rannsakendur á vegum Skálanesseturs í Seyðisfirði hafa undanfarin misseri rannsakað umfang og viðhorf til bláa hagkerfisins á Austfjörðum. Þeir segja íbúa hafa áhyggjur af fækkandi störfum í sjávarútvegi og að þeir séu ekki hafðir með í ráðum þegar stórar ákvarðanir eru teknar en tækifæri séu til að kynna ungt fólk fyrir greininni, meðal annars með samstarfi um nýsköpun.
,Hönnun og útlit nýs Seyðisfjarðarskóla hefur tekið töluverðum breytingum frá frumtillögum þeim er kynntar voru um þetta leyti á síðasta ári. Þær hugmyndir allar verða kynntar fyrir íbúum á fundi í firðinum á morgun.
,Hollenska seglskipið Rembrandt van Rijn vakti athygli Austfirðinga þegar það sigldi meðfram ströndinni á föstudag. Heimildum um sögu skipsins ber ekki saman.
,Það að útgerðir skemmtiferðaskipa stytti Íslandsferðir vegna aukinnar gjaldtöku kemur hart niður á minni höfnum. Útlit er fyrir að skipakomur detti nær alveg upp fyrir á Borgarfirði eystra á næstu tveimur árum og helmingist á Djúpavogi. Tekjutap Múlaþings er áætlað meira en milljarður króna.
,Bandarískir vísindamenn hafa í samstarfi við Skálanessetur staðið fyrir rannsóknum með nýrri tækni á gæðum sjávar í Seyðisfirði. Stjórnandi rannsóknarinnar segir lykilatriði að hafa slíkar upplýsingar til að miða við ef fiskeldi fer af stað í firðinum til að geta mælt þær breytingar sem eldið hefur í för með sér.
,Allra hæstu upphæðina úr seinni árlegri úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkarsjóðs fjölskylduráðs Múlaþings, sem samþykkt var í vikunni, var til verkefnis sem ber heitið Herðubreið - Klifur. Þar um að ræða klifur í menningarmiðstöðinni Herðubreið á Seyðisfirði en ekki upp drottningu austfirskra fjalla eins og fjallið tignarlega er gjarnan kallað.
,Fjórir einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi eftir tvö umfangsmikil fíkniefnasmygl með Norrænu til Seyðisfjarðar í síðasta mánuði. Í öðru tilfellinu var reynt að smygla 15 kílóum af ketamíni.
,Umboðsmaður Alþingis hefur vísað frá tveimur kærum vegna tafa á útgáfu rekstrarleyfis fiskeldis í Seyðisfirði þar sem aðrar kæruleiðir teljast ekki fullreyndar. Tæpt ár er liðið síðan tillaga að rekstrarleyfi var auglýst.
Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur beint þeim tilmælum til sveitarstjóra Múlaþings að brýnt sé að gangur komist á tillögur þær sem samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á staðnum kynnti fyrir einu og hálfu ári. Lítið hefur þokast síðan.