Vegamálastjóri segist hafa skilning á því að bæði almenningi og fulltrúum í sveitarstjórnum þyki óþægilegt þegar gefið sé í skyn að ekki verði staðið við þá stefnumörkun sem þegar hefur verið mörkuð. Vandasamt verður að hefja framkvæmdir við önnur jarðgöng en Fjarðarheiðargöng árið 2027. Þegar hefur verið varið um 600 milljónum króna til þeirra.