07. nóvember 2025, 28. október 2025, 15. október 2025, 17. október 2025, 04. nóvember 2025, 05. nóvember 2025, 06. nóvember 2025, 17. október 2025, 30. október 2025, 22. október 2025, 03. nóvember 2025, 14. október 2025
„Vatnajökulsþjóðgarður er byggðaþróunarverkefni“, Atvinnuvegaráðherra ekki á því að fella innviðagjald skemmtiferðaskipa niður, Geitdalur mun fá „manngert“ yfirbragð með vatnsaflsvirkjun, Hrun í komum skemmtiferðaskipa á Djúpavog og Borgarfjörð, Hugmyndir um friðlýsingu Kjarvalshvamms á veg komnar, Hvetja Sinfóníuhljómsveit Austurlands til að sækja um fastan ríkisstyrk, Ósk um lóð undir nýja líkamsræktarstöð við sundlaugargarðinn á Egilsstöðum hafnað að sinni, Rýna í Pamelu í Dallas og fleiri lagatexta kvenna, Tæpir fjórir milljarðar í fjárfestingar HEF veitna næstu fjögur ár, Tillaga um fækkun kjörinna fulltrúa felld hjá sveitarstjórn Múlaþings, Tvær milljónir til tólf menningarverkefna í Múlaþingi, Þrýsta á um að tillögur að uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði raungerist
Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans 2008, lét nýlega af störfum. Hún segir þjóðgarðinn snúast um að vernda náttúru og fræða en líka að byggja upp atvinnu og samfélag. Stór hluti starfsins hafi falist í að finna samstöðu á milli ólíkra sjónarmiða um nýtingu og vernd.
,Hanna Katrín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra, telur ekki rétt að fella með öllu niður áformað innviðagjald á skemmtiferðaskip. Hins vegar verði að tryggja aukinn fyrirsjáanleika og það hafi ríkisstjórnin reynt með afslætti á næsta ári.
,Skipulagsstofnun telur ljóst að áform um byggingu vatnsaflsvirkjunar í Geitdal í Múlaþingi munu hafa í för með sér verulegar ásýndarbreytingar á svæðinu. Svo miklar raunar að óraskaður dalurinn muni fá manngert yfirbragð í kjölfarið.
,Það að útgerðir skemmtiferðaskipa stytti Íslandsferðir vegna aukinnar gjaldtöku kemur hart niður á minni höfnum. Útlit er fyrir að skipakomur detti nær alveg upp fyrir á Borgarfirði eystra á næstu tveimur árum og helmingist á Djúpavogi. Tekjutap Múlaþings er áætlað meira en milljarður króna.
,Að einn allra merkasti og þekktasti myndlistarmaður þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, hafi löngum búið um sig í litlum kofa í litlum hvammi í Hjaltastaðaþinghá og þar málað mörg sín fallegustu verk er sannarlega þess virði að gera mikið úr. Minjastofnun Íslands skoðar nú hvort veita eigi griðastað hans Kjarvalshvamminum formlega friðlýsingu.
,Múlaþing, fyrir sitt leyti, hefur ekki tök á að styðja við starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Austurlands með sérstöku föstu framlagi til rekstrarins að sinni en hvetur hljómsveitina til að eiga samtal við ríkisvaldið um fastan árlegan rekstrarstyrk.
,Ósk forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar Austur um úthlutun lóðar undir nýja líkamsræktarstöð við fyrirhugaðan sundlaugargarð íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum hefur verið hafnað að sinni. Ástæðan fyrst og fremst sú að skipulagning svæðisins við íþróttamiðstöðina er of skammt á veg komin til að ráð sé að úthluta lóðum eða ákvarða framtíðarstefnu svæðisins.
,„Ég vild‘ég væri Pamela í Dallas“ er yfirskrift viðburðar á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum á sunnudag. Þrjár tónlistarkonur af mismunandi kynslóðum munu þar rýna í lagatexta sína og samtíma.
,Heildar fjárfestingar HEF-veitna næstu fjögur árin munu nema rúmlega 3,7 milljörðum króna en stjórn fyrirtækisins samþykkti fyrir skömmu áætlun næsta árs sem og þriggja ára áætlun 2027 til 2029.
,Þrátt fyrir allnokkrar umræður meðal sveitarstjórnarfulltrúa Múlaþings á síðasta sveitarstjórnarfundi varðandi þá tillögu að fækka beri kjörnum fulltrúum varð niðurstaðan sú að tillagan var felld að sinni.
,Tólf forvitnileg verkefni hlutu nýverið styrk við seinni úthlutun menningarstyrkja Múlaþings þetta árið en í heild námu styrkirnir tveimur milljónum króna.
,Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur beint þeim tilmælum til sveitarstjóra Múlaþings að brýnt sé að gangur komist á tillögur þær sem samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á staðnum kynnti fyrir einu og hálfu ári. Lítið hefur þokast síðan.