29. október 2025, 04. nóvember 2025
Auðvelda fólki að njóta Minjasafns Austurlands með einfaldaðri íslensku, Hugmyndir um friðlýsingu Kjarvalshvamms á veg komnar
Síðdegis á morgun mun Minjasafn Austurlands fyrsta sinni bjóða upp á nýjung sem miðar að því að gera safnið aðgengilegra fyrir það fólk sem er að læra íslensku sem annað tungumál. Það mun ekki síður gagnast öðrum einstaklingum sem þurfa ýmissa hluta vegna einfaldari framsetningu til að njóta safnsins og læra þar um menningu og sögu þjóðarinnar.
,Að einn allra merkasti og þekktasti myndlistarmaður þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, hafi löngum búið um sig í litlum kofa í litlum hvammi í Hjaltastaðaþinghá og þar málað mörg sín fallegustu verk er sannarlega þess virði að gera mikið úr. Minjastofnun Íslands skoðar nú hvort veita eigi griðastað hans Kjarvalshvamminum formlega friðlýsingu.