Skip to main content

Menning

, , , ,

06. nóvember 2025, 21. október 2025, 16. október 2025, 05. nóvember 2025, 23. október 2025

Frumsýna og kenna á nýtt Hammond-orgel í Neskaupstað, Jón Hilmar leggur af stað í tónleikaferð um Austfirði með nýjan gítar og bílinn á nagladekkjum, Litla listahátíðin á Reyðarfirði hefur stækkað mikið milli ára, Rithöfundalestin endurspeglar blómlega bókaútgáfu á Austurlandi, Segir sögu erlendra kvenna á Austurlandi í gegnum leikrit með brúðum

Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi (BRJÁN) hefur fest kaup á Hammond-orgeli og stendur fyrir tónleikum um helgina til að ljúka fjármögnun þess. Einn þekktasti hljómborðsleikari landsins, Þórir Baldursson, mun spila á hljóðfærið og halda námskeið á það.

,

Tónlistarmaðurinn Jón Hilmar Kárason í Neskaupstað hefur á morgun tónleikaferð um Austfirði sem hann kallar „Tíu tónleika.“ Hann kemur við í flestum byggðarlögum Austurlands með kassagítarinn en fær líka til sín gesti.

,

Litla listahátíðin á Reyðarfirði verður haldin öðru sinni á laugardag. Hátíðin hefur vaxið töluvert milli ára. Skipuleggjendur segja ánægjulegt að geta leitt saman listafólk og bæjarbúa á Reyðarfirði.

,

Árleg upplestrarferð rithöfunda um Austurland fer af stað á morgun. Að þessu sinni bætist Breiðdalsvík við þannig að lesið verður upp á sex stöðum. Markmiðið er sem fyrr að kynna nýjar bækur og koma á kynnum milli austfirskra höfunda og skálda af höfuðborgarsvæðinu.

,

Tess Rivarola á Seyðisfiðri hefur undanfarna mánuði leitt verkefni sem kallast „Sæhjarta“ þar sem hún hefur safnað sögum erlendra kvenna sem sest hafa að á Austurlandi. Afraksturinn túlkar hún í gegnum brúðuleikrit sem sýnt verður á Egilsstöðum og Seyðisfirði um helgina.