20. október 2025
Útgerð Ljósafells hætt með tilkomu Þórunnar Sveinsdóttur
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfiðri hefur samið við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum um kaup á ísfisktogaranum Þórunni Sveinsdóttur. Um leið lýkur sögu Ljósafellsins á Fáskrúðsfirði. Áhöfn þess verður boðin vinna á nýja skipi en í Eyjum verður áhöfninni sagt upp.