06. nóvember 2025, 06. nóvember 2025
Boða aðgerðir í orkumálum á Norðausturlandi, Byrjað strax á nýrri línu sem tryggir hringtengingu Vopnafjarðar og Þórshafnar
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fulltrúar Landsnets og Rarik undirrita í dag viljayfirlýsingu um aðgerðir í orkumálum á Norðausturlandi. Yfirlýsingin kemur í kjölfar greiningar á stöðunni þar sem skort hefur öfluga tengingu og hringtengingu. Málið hefur helst strandað á því hver greiði fyrir framkvæmdina.
,Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári við lagningu raflínu milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Báðir staðir fá þar með rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Tengingin verður styrkt síðar með öflugri línu sem lögð verður frá Vopnafirði til Kópaskers um Þórshöfn.