Vart hefur farið framhjá fólki að samkeppni á matvörumarkaðnum í höfuðborginni jókst töluvert með tilkomu verslunarinnar Prís í Kópavogi sumarið 2024 enda gekk hún út á að bjóða enn lægri verð á matvælum en risarnir Bónus og Krónan. Nú geta Austfirðingar til áramóta notið sömu lágu verðlagningarinnar á einum 200 vörum í Kjörbúðunum.