04. nóvember 2025
Hugmyndir um friðlýsingu Kjarvalshvamms á veg komnar
Að einn allra merkasti og þekktasti myndlistarmaður þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, hafi löngum búið um sig í litlum kofa í litlum hvammi í Hjaltastaðaþinghá og þar málað mörg sín fallegustu verk er sannarlega þess virði að gera mikið úr. Minjastofnun Íslands skoðar nú hvort veita eigi griðastað hans Kjarvalshvamminum formlega friðlýsingu.