10. nóvember 2025
Enn sankar brugghús KHB að sér alþjóðlegum verðlaunum
Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að íslenskur landi fengi fyrstu verðlaun í stórri alþjóðlegri áfengis- og vínhátíð. Það varð raunin með Landa KHB brugghúss á Borgarfirði eystra fyrir stuttu aðeins þremur mánuðum eftir að hafa tekið gullið á World Beer Awards fyrir súrbjórinn Stúlku.