06. nóvember 2025
Frumsýna og kenna á nýtt Hammond-orgel í Neskaupstað
Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi (BRJÁN) hefur fest kaup á Hammond-orgeli og stendur fyrir tónleikum um helgina til að ljúka fjármögnun þess. Einn þekktasti hljómborðsleikari landsins, Þórir Baldursson, mun spila á hljóðfærið og halda námskeið á það.