22. október 2025
„Viljum hvetja konur til að finna fyrir kraftinum í samstöðunni“
Nokkur austfirsk félög standa fyrir sameiginlegum viðburði í tilefni af kvennafrídeginum á Egilsstöðum á föstudag. Einn skipuleggjenda viðburðarins segir nauðsynlegt fyrir konur að standa saman til að vinna bug á misrétti.