08. október 2025, 20. október 2025, 04. nóvember 2025, 05. nóvember 2025
Austfirðingar telja sig útundan í ákvarðanatöku, Mikilvægt að skilja stöðuna í sjónum í firðinum áður en fiskeldi hefst, Ósammála um tillögu um takmörkun eignarhalds erlendra aðila í fiskeldi, Umboðsmaður bendir á ráðherra vegna kvartana um tafir á Seyðisfirði
Rannsakendur á vegum Skálanesseturs í Seyðisfirði hafa undanfarin misseri rannsakað umfang og viðhorf til bláa hagkerfisins á Austfjörðum. Þeir segja íbúa hafa áhyggjur af fækkandi störfum í sjávarútvegi og að þeir séu ekki hafðir með í ráðum þegar stórar ákvarðanir eru teknar en tækifæri séu til að kynna ungt fólk fyrir greininni, meðal annars með samstarfi um nýsköpun.
,Bandarískir vísindamenn hafa í samstarfi við Skálanessetur staðið fyrir rannsóknum með nýrri tækni á gæðum sjávar í Seyðisfirði. Stjórnandi rannsóknarinnar segir lykilatriði að hafa slíkar upplýsingar til að miða við ef fiskeldi fer af stað í firðinum til að geta mælt þær breytingar sem eldið hefur í för með sér.
,Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur með fulltingi fjögurra samflokksmanna sinna lagt fram þingsályktunartillögu um að takmarka skuli eignarhald erlendra aðila í fiskeldi hérlendis við 25% eignarhlut. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og einn þingmanna Norðausturkjördæmis, Jens Garðar Helgason, geldur varhug við slíkum hugmyndum.
,Umboðsmaður Alþingis hefur vísað frá tveimur kærum vegna tafa á útgáfu rekstrarleyfis fiskeldis í Seyðisfirði þar sem aðrar kæruleiðir teljast ekki fullreyndar. Tæpt ár er liðið síðan tillaga að rekstrarleyfi var auglýst.