07. nóvember 2025, 06. október 2025, 27. október 2025, 04. nóvember 2025
Alþingi samþykkir að gera skýrslu um ódýrara flugvélaeldsneyti á Egilsstaðaflugvelli, Gagnlegir fundir með Austfirðingum, Minntist tengdamóður sinnar í ræðu um brjóstakrabbamein, Ósammála um tillögu um takmörkun eignarhalds erlendra aðila í fiskeldi
Alþingi hefur samþykkt beiðni þingmanna úr fimm flokkum að gerð verið skýrsla um aðgerðir til að lækka kostnað á flugvélaeldsneyti á flugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri. Ríkisstjórnin skoðar líka hvernig hægt sé að nýta fjárfestingar á flugvöllum bæði til varnarmála og fyrir almenna borgara.
,Í nýafstaðinni kjördæmaviku þingmanna átti ég ýmist einn eða ásamt öðrum þingmönnum Norðausturkjördæmis fundi með sveitarstjórnarmönnum og fleirum í kjördæminu. Allt uppbyggilegir og góðir fundir.
,Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður frá Eskifirði, minntist tengdamóður sinnar í þingræðu í síðustu viku um leið og hún vakti athygli á mikilvægi þess að landsmenn nýti sér skimanir sem í boði eru fyrir krabbameinum.
,Formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur með fulltingi fjögurra samflokksmanna sinna lagt fram þingsályktunartillögu um að takmarka skuli eignarhald erlendra aðila í fiskeldi hérlendis við 25% eignarhlut. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og einn þingmanna Norðausturkjördæmis, Jens Garðar Helgason, geldur varhug við slíkum hugmyndum.