15. október 2025
Þörf á að ráðast reglulega í aðgerðir gegn bílakirkjugörðum
Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur að undanförnu unnið að því að fjarlægja númerslausa bíla sem hafa safnast upp innan byggðakjarna þess. Formaður bæjarráðs segir hvimleitt að þurfa reglulega að ráðast í slíkar aðgerðir.