Sléttum 20 árum eftir að bjöllutegundin asparglytta fannst fyrsta sinni á Íslandi á suðvesturhorninu hefur nú verið staðfest að tegundin er byrjuð að koma sér fyrir í skógum á Héraði. Enn nýrri landnemi, reyniglytmölur, virðist einnig hafa haldið áfram að dreifa sér í fjórðungnum en þess skaðvalds varð fyrst vart hérlendis árið 2023.