21. október 2025
Vilja byggja nýtt íþróttahús við hliðina á sundlauginni
Starfshópur, sem skipaður var til að meta kosti til framtíðar fyrir íþróttahús á Eskifirði, leggur til að byggt verði nýtt íþróttahús við hlið sundlaugarinnar. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir á næsta ári.