Meðalbiðtími eftir plássi á dvalar- og hjúkrunarheimilum á Austurlandi á síðasta ári reyndist vera tæplega 202 dagar eða vel rúmlega sex mánuðir samkvæmt gögnum Embættis Landlæknis. Meðalbiðtíminn lækkar þó töluvert sé hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað tekin með í reikninginn en þá fer tíminn niður í rúmlega 164 daga yfir línuna.