11. apríl 2018
Skógurinn skemmir útsýnið en hvað gerir hann annað fyrir okkur?
Sumir halda að það gerist aldrei neitt á Vopnafirði milli vertíða, en það er alls ekki tilfellið. Stundum gerist mjög mikið, jafnvel á sama degi. Laugardaginn 7. apríl var málstofa á Vopnafirði en það var líka stórfundur hjá Kiwanís, blakmót fyrir Vopnfirskt kvennalið á Akureyri og jarðarför í Hofskirkju. Þrátt fyrir það mættu um 20 manns á málstofuna til að hlusta á erindi frá aðkomumönnum, og heimamanni, og taka þátt í umræðunni um skógrækt, landgræðslu og umhverfismálum.